U-18 karla | Góður sigur gegn Ítölum
U-18 ára landslið karla lék gegn Ítölum í dag en þetta var annar leikur liðsins á EM í Svartfjallalandi. Fyrir leikinn var ljóst að með sigri myndi íslenska liðið tryggja sig áfram í efri hluta keppninnar.
Það var mikill kraftur í strákunum okkar strax í byrjun, góður varnarleikur skilaði fjölmörgum hraðaupphlaupum og fljótlega var kominn 5 marka munur á liðunum. Færanýting sveik íslenska liðið á lokamínútum fyrri hálfleiks annars hefði eflaust verið meiri munur þegar liðin gengu til búningsklefa, staðan 15-9 Íslandi í hag.
Strákarnir okkar voru værukærir í upphafi síðari hálfleiks, tæknifeilum fjölgaði og Ítalir nýttu sér það með hraðaupphlaupum. Eftir því sem leið á hálfleikinn náði íslenska liðið að bæta sinn leik og unnu að lokum sannfærandi sigur, XXXX
Markaskorarar Íslands:
Dagur Árni Heimisson 9, Ágúst Guðmundsson 5, Stefán Magni Hjartarson 4, Jens Bragi Bergþórsson 4, Garðar Ingi Sindrason 4, Harri Halldórsson 2, Ævar Smári Gunnarsson 2 og Nathan Doku Helgi Asare 1.
Jens Sigurðarson varði 14 skot og Elías Sindri Pilman varði 2.
Þessi sigur tryggði íslenska liðinu sigur í riðlinum þrátt fyrir að einn umferð sé ennþá eftir. Á morgun er frídagur en strákarnir mæta heimamönnum frá Svartfjallalandi á laugardag kl. 15:00. Áfram verður fjallað um mótið á miðlum HSÍ en við minnum að sjálfsögðu á ítarlega umfjöllun handbolti.is