Íslensku strákarnir unnu Tékka í dag á EM 18 ára liða í Króatíu.Þeir lögðu grunninn að sigrinum með frábærum kafla í fyrri hálfleik og höfðu eftir það þægilega forystu út leikinn.
Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en þá tóku íslensku strákarnir öll völd í leiknum, léku við hvurn sinn fingur og leiddu með 8 mörkum í hálfleik, 20-12.
Í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn aftur og liðin skiptust á að skora. Sigurinn var þó aldrei í hættu, lokatölur 32-25.
Mörk Íslands í leiknum:
Gísli Þorgeir Kristjánsson 5, Jóhann Kaldal Jóhannsson 4, Alexander Másson 4, Sveinn Andri Sveinsson 4, Elliði Snær Viðarsson 2, Sveinn Jóhannsson 2, Arnar Freyr Guðmundsson 2, Teitur Örn Einarsson 2, Örn Östenberg 2, Pétur Hauksson 2, Kristófer Sigurðsson 1, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 1, Ágúst Emil Grétarsson 1.
Andri Scheving varði 10 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot.
Lokastaðan í riðlinum ræðst ekki fyrr en leik Svíþjóðar og Króatíu líkur, en hann hefst kl.17.30. Meira um það síðar í dag.