U-18 ára landslið karla æfði í Bemax-höllinni í Podgorica í morgun en EM hefst í kvöld. Fyrstu andstæðingarnir eru nágrannar okkar frá Færeyjum og hefst leikurinn kl 17.30 að íslenskum tíma.
Sýnt er frá öllum leikjum mótsins og má finna hlekk á streymið hér fyrir neðan. Ath að hægt er að kaupa aðgang að stökum leikjum eða öllu mótinu í einu.
Fjallað verður um leiki íslenska liðsins á miðlum HSÍ en einnig má nálgast ítarlega umfjöllun og textalýsingu á handbolti.is
ÁFRAM ÍSLAND!
https://www.eurohandball.com/en/competitions/younger-age-competitions/men/m18-ehf-euro-2024/
#strakarnirokkar #u18ka #handbolti