U-17 kvenna | Sigur gegn Lettum
Stelpurnar okkar léku sinn fyrsta leik á EHF Championship gegn Lettum í Svytrus höllinni í Klaipéda í dag.
Leikurinn var jafn fyrstu 10 mínúturnar en eftir leikhlé Ágústs Jóhannssonar þjálfara sneru stelpurnar leiknum sér í vil og breyttu stöðunni úr 5-3 fyrir Lettland í 5-12 og leiddu með 10 mörkum í hálfleik 7-17.
Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í byrjun síðari hálfleik og komst 15 mörkum yfir en Lettarnir náðu að minnka muninn í lokin og vann Ísland að lokum 12 marka sigur 23-35. Elín Klara Þorkelsdóttir var valin maður leiksins hjá íslenska liðinu í dag eftir góða heildarframmistöðu hjá liðinu.
Markaskorarar Íslands:
Lilja Ágústsdóttir 9, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Embla Steindórsdóttir 3, Sara Dröfn Richardsdóttir 3, Amelía Dís Einarsdóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 2, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2.
Ingunn María Brynjarsdóttir varði 8 skot og Elísa Helga Sigurðardóttir varði 1 skot.
Íslenska liðið er því komnar með 2 stig í riðlinum líkt og Pólverjar eftir leiki dagsins. Stelpurnar okkar spila við Tyrkland á morgun, sunnudag, klukkan 10:00 á íslenskum tíma.