Stelpurnar okkar í U17 unnu frábæran tíu marka sigur 22-32 gegn Tyrklandi á EM á Ítalíu í dag.
Stelpurnar byrjuðu leikinn af miklum krafti, vörnin var virkilega góð og skoruðu Tyrkir ekki mark fyrr en á 7.mínútu. Íslenska liðið leiddi allan leikinn þó Tyrkir létu hafa nokkuð fyrir sér en stelpurnar létu það ekki a sig fá og juku forskotið jafnt og þétt. Mögnuð liðsheild færði stelpunum þennan góða sigur.
Staðan í hálfleik var 11-16 Íslandi í vil og lokatölur 22-32.
Elín Rósa Magnúsdóttir var valin maður leiksins hjá Íslandi.
Mörk Íslands skoruðu: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 10, Elín Rósa Magnúsdóttir 5, Rakel Sara Elvarsdóttir 5, Ída Margrét Stefánsdóttir 4, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 3, Katrín Tinna Jensdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Guðlaug Embla Hjartardóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1.
Andrea Gunnlaugsdóttir varði 9 skot í markinu og Lísa Bergdís Arnarsdóttir 2 skot.
Næsti leikur liðsins er á miðvikudaginn kl.16 við Tékkland.