Strákarnir í U-17 ára landsliði karla átti tvo leiki í dag á European Open sem haldið er í Gautaborg í Svíþjóð. Leikið var gegn Hollendingum í morgun og síðan Svartfellingum seinnipartinn.
Leikurinn gegn Hollendingum var jafn til að byrja en það var ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn sem okkar menn náðu fimm marka forskoti og slitu Hollendingum aðeins frá sér. Staðan í leikhléi var 14-11 okkar mönnum í vil. Okkar menn mættu vel stemmdir í byrjun seinni hálfleiks og komust fljótlega í sjö marka forskot og það hélst til loka leiks, 28-21.
Markaskor:
Símon Michael Guðjónsson 6, Guðmundur Bragi Ástþórsson 6, Ísak Gústafsson 4, Andri Már Rúnarsson 3, Arnór Viðarsson 3, Tryggvi Þórsson 3, Kristófer Máni Jónasson 2, Jóhannes Berg Andrason 1.
Markvarsla:
Brynjar Vignir Sigurjónsson 6 skot
__________________
Annar leikur dagsins var gegn sterkum Svartfellingum sem höfðu unnið Austurríkismenn sannfærandi í morgun. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu leiksins að okkar menn ætluðu að selja sig dýrt enda náðu Svartfellingar varla skoti á markið fyrstu mínútur leiksins. Okkar menn voru komnir í 5-0 þegar 7 mínútur voru liðnar af leiknum. Leikurinn jafnaðist aðeins eftir því sem leið á leikinn og staðan í leikhléi 13-10.
Í síðari hálfleik voru okkar menn sterkari og uppskáru að lokum flottan sigur 28-23.
Markaskor:
Andri Már Rúnarsson 4, Arnór Viðarsson 4, Tryggvi Þórisson 4, Arnór Ísak Haddsson 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 3, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3, Reynir Freyr Sveinsson 2, Ísak Gústafsson 2, Jóhannes Berg Andrason 1, Kristján Pétur Barðason 1 og Símon Michael Guðjónsson 1.
Markvarsla:
Brynjar Vignir Sigurjónsson 9 skot og Magnús Gunnar Karlsson 2 skot.
Á morgun mætir liðið Rúmeníu sem vann Hollendinga í dag nokkur örugglega. Leikurinn fer fram kl. 11:15 og er eins og aðrir leikir mótsins sýndur beint á www.ehftv.com