U-17 ára landslið karla mætti Slóvenum í sínum öðrum leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag.

Leikurinn byrjaði vel fyrir okkar menn sem komust fljótlega í 2-0. Okkar drengir spiluðu vel í hálfleiknum en Slóvenarnir náðu þó að jafna fyrir leikhlé 12-12.

Síðari hálfleikurinn var mjög keimlíkur þeim fyrri. Íslensku strákarnir léku frábærlega fyrstu mínúturnar og komust mest í 17-13. Þá fór allt í baklás og Slóvenar gengu á lagið. Þeir komust síðan yfir 17-18 þegar tæplega 10 mínútur lifðu leiks. Okkar drengir náðu þó að snúa leiknum sér í hag og komust í 21-19 þegar rúmlega mínúta var eftir. Slóvenarnir skoruðu síðan tvö seinustu mörkin og þar af jöfnunarmark í þann mund sem leiktíminn rann út, 21-21 lokastaða.

Gríðarlega svekkjandi úrslit eftir flotta spilamennsku nær allan leikinn.

Markaskor:

Kristófer Máni Jónasson 6, Arnór Viðarsson 3, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Tryggvi Þórssin 2, Reynir Freyr Sveinsson 2, Ísak Gústafsson 1, Arnór Ísak Haddsson 1, Jakob Aronsson 1.

Markvarsla:

Brynjar Vignir Sigurjónsson 14 skot eða 40% varsla

Næsti leikur liðsins og jafnframt lokaleikur í riðlakeppninni er gegn Króötum á morgun. Sá leikur ræður því hvort liðið fer í undanúrslit mótsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu á facebook síðu HSÍ.