Í morgun spiluðu strákarnir okkar um 5. sætið á Miðjarðarhafsmótinu, mótherjarnir voru Pólverjar og það var ljóst strax í byrjun að íslensku strákarnir stefndu á ekkert annað en sigur.
Strákarnir fóru vel af stað gegn stóru og sterku liði Pólverja og eftir 15 mínútur var staðan 9-4 okkar mönnum í hag. En þrátt fyrir góða byrjun þá voru strákarnir ekkert á því að gefa eftir og eftir næstu 15 mínútur var staðan 17-10. Sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta, sama hver kom inná þá héldu íslensku strákarnir áfram að bæta í forskotið. Lokatölur urðu 26-17 og 5. sætið okkar.
Markaskorarar Íslands:
Arnór Snær Óskarsson 7, Dagur Gautason 4, Ólafur Haukur Júlíusson 3, Goði Ingvar Sveinsson 3, Arnar Máni Rúnarsson 3, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Tumi Steinn Rúnarsson 1, Dagur Kristjánsson 1.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 17 skot í leiknum og Björgvin Franz Björgvinsson varði 3 skot í leiknum.
Íslensku strákarnir geta verið stoltir af sinni frammistöðu í þessu móti, þrátt fyrir vonbrigði á öðrum leikdegi þar liðið tapaði gegn Þjóðverjum og Ítölum. Eftir það hefur liðið ekki tapað leik og unnið flesta sína andstæðinga sannfærandi.
Næst á dagskrá hjá þessu liði eru Ólympíuleikar Æskunnar, en þeir fara fram í Ungverjalandi í ágúst. Þangað til er mikilvægt að liðið undirbúi sig vel fyrir það mót, því þar mæta átta bestu lið heims til leiks.