Íslensku strákarnir hafa gert gott mót í Svíþjóð og á því varð enginn breyting í dag þegar liðið mætti í Tékkum í úrslitaleik um sigur í riðlinum.
Illa gekk að skora á fyrstu mínútum leiksins en fljótlega náðu íslensku strákarnir undirtökunum og voru yfirleitt á undan að skora, staðan í hálfleik var 11-10 okkar strákum í hag.
Í síðari hálfleik lentu Tékkar í miklum vandræðum með sterka 5-1 vörn íslenska liðsins og náðu strákarnir okkar fljótlega að byggja upp 5 marka forystu. Tékkarnir gátu lítið ógnað okkar mönnum sem unnu sannfærandi sigur, 22-17.
Markaskorarar Ísland í leiknum:
Davíð Elí Heimisson 5, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Blær Hinriksson 4, Einar Örn Sindrason 3, Magnús Axelsson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1, Ívar Logi Styrmisson 1, Stiven Tobar Valencia 1.
Sigurður Dan Óskarsson varði 8 skot í leiknum og Björgvin Franz Björgvinsson varði 1 skot.
Milliriðlar í mótinu hefjast á morgun, ekki er ennþá ljóst hvaða liðum strákarnir okkar mæta en við birtum frétt um það í kvöld.