Strákarnir spila um 3. sætið á European Open eftir sigur gegn Eistlandi fyrr í dag.

Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og 4 mörkum undir, 4-8 eftir aðeins 12 mínútna leik. En eftir leikhlé og duglega yfirhalningu tóku strákarnir við sér, jöfnuðu leikinn og komust yfir fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik 13-11.

Það voru svo strákarnir okkar sem stýrðu leiknum í síðari hálfleik, fljótlega var munurinn kominn í 5 mörk og Eistland ógnaði íslenska liðinu lítið. Að lokum var það íslenska liðið sem vann þriggja marka sigur, 30-27.

Markaskorarar Íslands í leiknum:

Einar Örn Sindrason 9, Blær Hinriksson 4, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 4, Ívar Logi Styrmisson 3, Stiven Tobar Valencia 2, Davíð Elí Heimisson 2, Jón Bald Freysson 1, Arnar Steinn Arnarsson 1.

Björgvin Franz Björgvinsson varði 14 skot í leiknum.

Á morgun kl. 17.00* leikur íslenska liðið um 3. sætið á mótinu að öllum líkindum gegn Norðmönnum. Leikurinn fer fram í Scandinavium.

*Leikurinn fer fram kl.19.00 að sænskum tíma.

 

Öruggur sigur gegn Eistlandi, 30-27. Leikur um 3. sætið á morgun! #handbolti #u17ka

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on