U-17 ára landslið karla lék seinustu tvo leikina sína í riðlakeppninni á European Open núna í dag. Fyrri leikur dagsins var gegn Ítölum sem höfðu ekki tapað leik á mótinu og síðari leikurinn gegn Austurríki.
Það var augljóst frá fyrstu mínútu að okkar menn ætluðu að selja sig dýrt gegn Ítölum og tryggja sér farseðilinni í milliriðil. Jafnræði var á með liðunum nær allan leikinn þó að okkar strákar höfðu alltaf frumkvæðið. Staðan í leikhléi var 10-10. Í síðari hálfeik var það sama uppi á teningnum, íslensku strákarnir með frumkvæðið allt til loka og uppskáru gríðarlega mikilvægan sigur 22-19.
Markaskor:
Guðmundur Bragi Ástþórsson 6, Arnór Viðarsson 4, Jóhannes Berg Andrason 3, Jakob Aronsson 2, Símon Michael Guðjónsson 1, Ísak Gústafsson 1, Arnór Ísak Haddsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1, Andri Már Rúnarsson 1, Reynir Freyr Sveinsson 1, Tryggvi Þórisson 1.
Markvarsla:
Brynjar Vignir Sigurjónsson 17 skot
_________________________________________
Síðari leikur dagsins var gegn Austurríki. Strákarnir okkar voru lengi að hrista Austurríkismennina frá sér en staðan í leikhléi var 9-6. Í upphafi síðari hálfleiks dróst á milli liðanna og uppskáru okkar strákar sanngjarnan níu marka sigur, 23-14.
Markaskor:
Tryggvi Þórisson 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3, Arnór Viðarsson 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Ísak Gústafsson 2, Reynir Freyr Sveinsson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Jóhannes Berg Andrason 1, Jakob Aronsson 1, Símon Michael Guðjónsson 1, Magnús Gunnar Karlsson 1, Arnór Ísak Haddsson 1.
Markvarsla:
Brynjar Vignir Sigurjónsson 9 skot.
Með þessum úrslitum eru strákarnir okkar komnir í milliriðla þar sem liðið mætir Svíum og Tékkum á morgun. Tékkaleikurinn er kl. 09:45 og Svíaleikurinn kl. 13:45 að íslenskum tíma. Allir leikir mótsins eru sýndir á www.ehftv.com.