Seinasti leikur U17 ára landsliðs karla á fjögurra þjóða mótinu í Frakklandi var gegn Svisslendingum nú fyrr í kvöld. Fyrir leikurinn höfðu Svisslendingum tapað báðum leikjunum sínum.

Leikurinn byrjaði vel fyrir okkar menn og höfðu strákarnir þægilega forystu nær allan leikinn. Þegar um 15 mínútur lifðu leiks minnkuðu Svisslendingar leikinn í tvö mörk og tóku þjálfarar okkar manna leikhlé í sömu andrá. Við það juku Íslendingar forskoti á ný og endaði leikurinn 28-25 fyrir okkar menn.

Leikmenn geta gengið sáttir frá borði eftir frammistöðuna á þessu móti. Hársbreidd vantaði í leikunum gegn Frökkum og Króötum en sigurinn kom gegn Sviss. 

Markaskor Íslands:

Benedikt Gunnar Óskarsson – 6 mörk

Kristófer Máni Jónasson – 3 mörk

Tryggvi Garðar Jónsson – 3 mörk

Tryggvi Þórisson – 3 mörk

Símon Michael Guðjónsson – 3 mörk

Jóhannes Berg Andrason – 2 mörk

Jakob Aronsson – 2 mörk

Arnór Viðarsson – 2 mörk

Ísak Gústafsson – 1 mark

Ari Pétur Eiríksson – 1 mark

Gunnar Hrafn Pálsson – 1 mark

Markvarsla:

Adam Thorstensen 16 skot / 40% varsla