Íslenska U-17 ára landslið karla lék í dag gegn heimamönnum í Azerbaijan. Sigurvegari leiksins myndi fylgja Slóvenum í leik um 5.sætið á mótinu. 

Strákarnir okkar mættu vel einbeittir til leiks og ætluðu ekki að vanmeta heimamenn sem höfðu ekki unnið leik á mótinu hingað til. Strákarnir byrjuðu í 5-1 vörn í unnu fjölmarga bolta sem skiluðu sér fljótt í hraðaupphlaup. Í hálfleiknum skoruðu okkar menn 20 mörk gegn 4 mörkum heimamanna.

Svipað var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Liðið byrjaði í 6-0 vörn og hélt áfram að láta Azerbaijan finna fyrir því. Hraðaupphlaupin urðu að lokum ansi mörg en lokastaða var 48-11 okkur í vil.

Segja má að leikurinn hafi verið skyldusigur og gott að geta hvílt leikmenn og dreift álaginu enda bíður stórleikur strákanna á morgun. Þá mætir liðið Slóveníu í annað skiptið á mótinu. Allt verður lagt í sölurnar til að tryggja liðinu 5.sætinu á mótinu.

Markaskor:

Benedikt Gunnar Óskarsson 11, Símon Michael Guðjónsson 8, Ísak Gústafsson 5, Jóhannes Berg Andrason 5, Kristófer Máni Jónasson 5, Jakob Aronsson 4, Andri Már Rúnarsson 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3, Tryggvi Garðar Jónsson 3.

Markvarsla:

Einar Rafn Magnússon 14 skot eða 61% markvarsla

Á morgun mætir liðið Slóveníu kl. 11:30 að íslenskum tíma um 5.sætið. Leikurinn verður sýndur á síðu HSÍ á facebook.

View this post on Instagram

U-17 ára landslið karla mætti heimamönnum í Azerbaijan í leik dagsins á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Baku. Það er skemmst frá því að segja að okkar menn voru mun sterkari aðilinn í leiknum. Lokastaða var 48-11 eftir að staðan hafði verið 20-4 í hálfleik. Einar Rafn Magnússon stóð allan tímann í marki Íslands og varði 17 skot eða 61% markvörslu. Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur leikmanna Íslands með 11 mörk. Símon Michael Guðjónsson kom þar á eftir með 8 mörk og Jóhannes Berg Andrason skoraði 5 mörk í leiknum. Með þessum úrslitum leikur liðið gegn Slóvenum kl. 11:30 á morgun um 5.sætið á mótinu. Áfram Ísland ! #strakarnirokkar #handbolti #u17karla #ReadytoShine

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on