Strákarnir í U-17 ára landsliði karla mættu Rúmenum í eina leik dagsins á European Open í Gautaborg. 

Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti og höfðu forystu nær allan leikinn. Í hálfleik var staðan 11-9 fyrir okkar menn með Brynjar Vigni í markinu í miklu stuði. Í síðari hálfleik juku okkar strákar muninn í 18-13 þegar hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður. Þó tók við virkilega slæmur kafli með mörgum íslenskum brottvísunum og leikurinn endaði 19-20 fyrri Rúmena. Fyrsta tap strákanna okkar í mótinu staðreynd.

Markaskor:

Guðmundur Bragi Ástþórsson 6, Andri Már Rúnarsson 3, Tryggvi Þórisson 3, Símon Michael Guðjónsson 2, Ísak Gústafsson 2, Jóhannes Berg Andrason 1, Jakob Aronsson 1, Kristófer Máni Jónasson 1.

Markvarsla:

Brynjar Vignir Sigurjónsson 19 skot.

Á morgun hafa strákarnir tækifæri til að vinna þessi töpuðu stig til baka en þá mæta okkar strákar Ítölum kl. 10:30 og Austurríkismönnum kl. 16:15 að íslenskum tíma. Allir leikir mótsins er sýndir beint á www.ehftv.com.