Eftir slæman dag í gær voru strákarnir okkar staðráðnir í að gera betur í morgun, en þá mættu þeir Túnis. Túnis hafði tapað fyrir Þjóðverjum daginn áður með einu marki í hörkuleik.
Íslensku strákarnir tók öll völd á vellinum strax í byrjun, spiluðu frábæra vörn og í kjölfarið komu fjölmörg hraðaupphlaup. Eftir 15 mínútna leik höfðu strákarnir náðu góðu forskoti, staðan 10-2.
Þó að strákarnir hafa slakað lítillega á í 2. og 3. leikhluta héldu þeir alltaf áfram að bæta í forystuna, eftir annan leikhluta var staðan 21-9 og þegar yfir lauk 29-15 íslensku strákunum í hag.
Markaskorarar Íslands í leiknum:
Arnar Máni Rúnarsson 6, Dagur Gautason 5, Arnór Snær Óskarsson 4, Daníel Freyr Rúnarsson 3, Ólafur Haukur Júlíusson 3, Tjörvi Týr Gíslason 3, Jónatan Marteinn Jónsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 1, Eiríkur Þórarinsson 1, Davíð Elí Heimisson 1.
Björgvin Franz Björgvinsson varði 6 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3 skot.
Það var gott að sjá strákana koma sterka tilbaka eftir slakan leik á móti Ítölum í gær og nú verður spennandi að fylgjast með þeim í framhaldinu. Á morgun mæta þeir Argentína kl.8.00 að íslenskum tíma.