U-17 karla | European Open hélt áfram í dag
Riðlakeppni European Open kláraðist í dag með tveimur leikjum hjá U-17 ára landsliði karla. Fyrri leikur dagsins var gegn heimamönnum í Svíþjóð en fyrir fram var vitað að þetta erfiður leikur þar sem Svíar eru með hörkulið í þessum aldursflokki.
Janfræði var með liðunum á fyrstu mínútum leiksins og mikil barátta hjá íslensku strákunum á báðum endum vallarins en um miðjan hálfleikinn skoruðu Svíar 4 mörk í röð. Það voru því Svíar sem fóru sáttari inn í hálfleikinn enda yfir 13-8.
Íslensku strákarnir reynu hvað þeir gátu í seinni hálfleiknum gekk sóknarleikurinn aðeins betur fyrir sig. Strákarnir náðu þó aldrei að hleypa spennu í leikinn og komast nálægt sterku liði Svía sem á endanum unnu öruggan sigur 28-20.
Markaskor Íslands í leiknum var: Magnús Dagur Jónatansson 4, Dagur Árni Heimisson 3, Ágúst Guðmundsson 3, Harri Halldórsson 2, Antonie Óskar Pantano 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Stefán Magni Hjartarson 2, Jens Bragi Bergþórsson 1 og Nathan Helgi Asare 1.
Í markinu varði Óskar Þórarinsson 4 skot og Sigurjón Bragi Atlason 1.
Í seinni leik dagins mættu strákarnir Pólverjum en fyrir leikinn var ljóst að Íslandi myndi lenda í 2. sæti í riðlinum og því sæti í milliriðli klárt. Strákarnir voru hins vegar ekkert að spá í því og mættu vel stemmdir til leiks og náðu frumkvæðinu strax. Þeir juku forskotið jafnt og þétt út allan fyrri hálfleikinn og voru yfir að hinum loknum 15-7.
Pólverjar mættu betur inn í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn um miðbik hálfleiksins í 16-12. Þá tóku strákarnir við sér og unnu að lokum öruggan sigur 23-18.
Markaskor Íslands í leiknum var: Ágúst Guðmundsson 3, Harri Halldórsson 3, Jónas Karl Gunnlaugsson 3, Max Emil Stenlund 3, Antonie Óskar Pantano 2, Jens Bragi Bergþórsson 2 Þórir Ingi Þorsteinsson 2, Daníel Bæring Grétarsson 2, Óskar Þórarinsson 2 og Dagur Árni Heimisson 1
Í markinu skiptu markmennirnir hálfleikjunum á milli sín en Sigurjón Bragi Atlason varði 2 skot í fyrri hálfleik. Óskar Þórarinsson var svo í markinu í þeim seinni og varði 6 skot og skoraði auk þess 2 mörk.
Á morgun hefst svo milliriðillinn með 2 leikjum en kl. 10:00 mæta strákarnir Frökkum og kl. 16:00 er mótherjinn Sviss. Áfram Ísland!