U-17 karla | 26 – 24 sigur gegn Færeyjum
U-17 karla lék í dag sinni fyrri vináttulandsleik gegn Færeyjum í Kaplakrika en vináttulandsleikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir þáttöku liðsins í European Open í Svíþjóð og Olympíuhátið Evrópuæskunnar í Slóveníu í sumar. Strákarnir okkar höfðu frumkvæðið í byrjun leiks og voru yfir þar til Færeyjar jöfnuðu leikinn á 22 mínútu í stöðunni 8 – 8. Jafnræði var milli liðanna það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 13 – 13.
Íslenska liðið byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og eftir 10 mínútna leik var liðið komið í fjögra marka forustu. Leikurinn endaði með 26 – 24 sigri Íslands.
Mörk Íslands í dag skoruðu:
Ágúst Guðmundsson 9, Dagur Árni Heimisson 6, Jens Bragi Bergþórsson 4, Þórir Ingi Þorsteinsson 2, Þórir Haukur Guðmundsson 2, Stefán Magni Hjartarson 1, Antonie Óskar Pantano 1 mark.
Síðari leikur liðanna fer fram á morgun í Kaplakrika og hefst hann kl. 14:00, frítt er inn á leikinn og honum streymt á YouTube-rás HSÍ.