Stelpurnar okkar léku sjöunda og jafnframt síðasta leik sinn í dag gegn Finnlandi á European Open í Gautaborg. Allt var í járnum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að hafa forystu. Staðan í hálfleik var 14-13 fyrir Finnlandi.

Síðari hálfleikur var jafn og spennandi en íslensku stelpurnar voru sterkari í lokin og unnu góðan baráttusigur.  Lokastaða var 24-23 fyrir Íslandi.

Með sigrinum í dag tryggðu stelpurnar sér 13. sætið á mótinu.

.

Markaskor Íslands:

Dagmar Guðrún Pálsdóttir 12, Ágústa Rún Jónasdóttir 4, Lydía Gunnþórsdóttir 3, Arna Karitas Eiríksdóttir 2, Kristbjörg Erlingsdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Eva Gísladóttir 1

Markvarsla:

Ingunn María Brynjarsdóttir varði 15 skot 39%

Á myndinni má sjá Ingunni Maríu Brynjarsdóttur og Lydíu Gunnþórsdóttur