U-16 kvenna | Annar sigur gegn Færeyjum
U-16 ára landslið kvenna lék í dag síðari vináttulandsleikinn gegn Færeyjum í Kórnum. Eftir tveggja marka sigur í gær var mikil eftirvænting í hópnum að gera betur í dag.
Stelpurnar tóku frumkvæðið í leiknum strax í byrjun með framliggjandi vörn og vel smurðum sóknarleik. Fljótlega var munurinn kominn í 3-4 mörk og hélst sá munur fram að hálfleik, staðan 10 – 7 þegar liðin gengu til búningsklefa.
Meira jafnræði var á með liðunum í síðari hálfleik, allt þar til 10 mínútur voru til leiksloka. Þá tók færeyska liðið við sér og minnkaði muninn snarlega niður í 1 mark með nokkrar mínútur á klukkunni. En stelpurnar okkar stóðust pressuna á lokamínútunum og unni góðan þriggja marka sigur 22-19.
Markaskorarar Íslands:
Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Lydía GunnÞórsdóttir 5, Þóra Hrafnkelsdóttir 4, Rakel Dóróthea Ágústsdóttir 3, Kristbjörg Erlingsdóttir 2, Arna Karítas Eiríksdóttir 1, Eva Gísladóttir 1.
Elísabet Millý Elíasardóttir varði 8 skot og Sif Hallgrímsdóttir varði 4.
U-18 kvenna leikur sinn síðari leik gegn Færeyjum kl. 16:30 og er honum streymt á eftirfarandi slóð: https://www.youtube.com/watch?v=62zJHNlgb6M