Frakkarnir náðu forystu snemma leiks og héldu henni allt til loka en íslenska liðið stóð sig mjög vel og spilaði góðan handbolta gegn þessu sterka liði en frakkarnir höfðu fyrir leikinn tryggt sér fyrsta sætið í riðlinum. Hálfleikstölur voru 9-4 en íslenska liðið spilaði gríðarlega góðan varnarleik allann leikinn. Í seinni hálfleik sótti íslenska liðið á það franska en náði ekki að halda út og 13-20 tap niðurstaðan. Góður leikur af hálfu íslenska liðsins þrátt fyrir tap.
Markaskorar Íslands: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Bríet Ómarsdóttir 3, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 2, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 2, Valgerður Ósk Valsdóttir 2, Katrín Tinna Jensdóttir 1.
María Lovísa Jónsdóttir varði 5 skot og Andrea Gunnlaugsdóttir 5 skot.
Fyrir seinni leikinn var orðið ljóst að með 6 marka sigri myndi íslenska liðið tryggja sér 3. sæti riðilsins og því mikið í húfi. Leikurinn var einstefna frá fyrstu mínútu og sáu leikmenn Azerbaijan aldrei til sólar. Íslenska liðið gjörsamlega keyrði yfir það og fékk hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru. Lokatölur leiksins voru 27-8 en deginum áður hafði Azerbaijan lagt þær finnsku af velli með einu marki.
Markaskorar Íslands: Ásdís Þóra Ágústsdóttir 6, Elín Rós Magnúsdóttir 5, Linda Björk Brynjarsdóttir 4, Valgerður Ósk Valsdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Bríet Ómarsdóttir 2, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Ída Margrét Sigurðardóttir 1, Selma María Jónsdóttir 1.
Andrea Gunnlaugsdóttir varði 6 skot og María Lovísa Jónsdóttir 3 skot.