U-16 karla | Annar sigur gegn Færeyjum
U-16 ára landslið karla sigraði í dag Færeyjar öðru sinni í vináttulandsleik en leikið var í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn.
Lokatölur urðu 25-22 Íslandi í vil en Ísland leiddi í hálfleik 12-11.
Færeyjar mættu virkilega öflugir til leiks og leiddu megnið af fyrri hálfleik en góðri endurkomu náðu strákarnir okkar forystu undir lok hálfleiksins. Síðari hálfleikur var mjög jafn og var það ekki fyrr en í lok leiks sem íslenska liðið náði að slíta sig frá því færeyska.
2 góðir sigrar og verður spennandi að fylgjast með strákunum í framtíðinni.
Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Stefán Hjartarson 7, Antoine Pantono 4, Markús Ellertsson 4, Hugi Elmarsson 3, Daníel Grétarsson 2, Magnús Jónatansson 2, Ágúst Guðmundsson 1, Dagur Heimissson 1 og Jens Bergþórsson 1.
Í markinu vörðu Sigurjón Atlason 11 skot og Óskar Þórarinsson 4.