Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann sannfærandi tólf marka sigur á Svartfellingum í Laugardalshöll, 34-22, í lokaleik fjórða undanriðils EM 2016. Staðan í hálfleik var 19-11, Íslandi í vil. Sigurinn tryggir Íslandi efsta sæti riðilsins og farseðilinn á EM í Póllandi í upphafi næsta árs.
Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 10 (2 víti), Aron Pálmarsson 6, Guðmundur Árni Ólafsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Arnór Atlason 2, Rúnar Kárason 2, Róbert Gunnarsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 1 (1 víti), Vignir Svavarsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 17, Aron Rafn Eðvarðsson 2.
Mörk Svartfjallalands: Vasko Sevaljevic 6 (2 víti), Vuko Borozan 6, Stefan Cavor 2, Milos Vujovic 2, Vladan Lipovina 2, Vuk Lazovic 1, Nemanja Grbovic 1, Branko Kankaras 1, Mirko Radovic 1.
Varin skot: Rade Mijatovic 5, Radivoje Ristanovic 1.