6. – 8. janúar fara fram tvö þjálfaranámskeið á vegum fræðslunefndar HSÍ.
1.1.
Á fyrsta stigi er tekin fyrir þjálfun barna.
Grunnatriði íþróttarinnar kynnt og hvernig þau skal þjálfa. Hér er reynt að hafa tengingar við íþróttafræði og markmið HSÍ er að eingöngu íþróttafræðingar sjái um kennsluna á þessu stigi. Um er að ræða fyrsta hluta af þremur á stiginu.
3.4.
Seinasta helgarnámskeiðið á 3. stiginu, námið kemur inná alla þá þætti sem skipta máli í meistaraflokksþjálfun, ítarlega er farið í hvern þátt og lagt upp úr því að vera með hæfa fyrirlesara.
3. stig er undanfari EHF – Mastercoach stigsins og er tekið á tveimur keppnistímabilum.
Nánari upplýsingar og skráning hjá magnus@hsi.is