Í næstu viku fer þjálfaranám HSÍ aftur af stað en undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að koma öllu náminu í fjarnám.
Þjálfaranámið var áður rekið í formi helgarnámskeiða en verða hér eftir í fjarnámi yfir nokkurra mánaða tímabil. Námskeiðin fara fram fram í samstarfi við Háskólinn í Reykjavík og er notast við sama tölvukerfi og HR notar í sínu námi.
Þjálfarar sem útskrifuðust úr EHF Mastercoach í desember sl. unnu stóra hluta þeirra fyrirlestra sem notaðir eru í náminu fyrir 1. – 3. stig en þar fyrir utan hefur HSÍ fengið fólk með mikla reynslu af þjálfun og öðrum málefnum tengdum handbolta til að bæta enn frekar í flóruna. HSÍ og félögin í landinu búa vel að þessari vinnu, þarna eru okkar færustu þjálfara að miðla sinni þekkingu til þeirra þjálfara sem vilja bæta við sig og ná lengra í starfinu.
Námið skiptist í þrjá hluta:
1. stig – Barnaþjálfun (6. – 8. flokkur)
Grunnatriði íþróttarinnar kynnt og hvernig þau skal þjálfa. Hér er reynt að hafa tengingar við íþróttafræði og koma íþróttafræðingar mikið að kennslu á þessu stigi.
Uppbygging náms: Námið skiptist í almennan hluta (50%) og sérgreinahluta (50%). Námskeiðið er 120 kennslustundir, 60 í almenna hlutanum og 60 í sérgreina-hlutanum. ÍSÍ sér um almenna hlutann í sínu fjarnámi og þurfa þjálfarar að klára það nám til að teljast hafa lokið 1. stigi.
Nánar um 1. stig hér.
2. stig – Þjálfun unglinga (3. – 5. flokkur)
Stigið miðar að því að byggja á grunn leikmanna úr yngstu flokkunum, bæta við sérþjálfun eftir leikstöðum og svo í framhaldinu einföldu leikskipulagi í vörn og sókn. Einnig er komið inná líkamlega þjálfun unglinga.
Uppbygging náms: Námið skiptist í almennan hluta (33,3%) og sérgreinahluta (66,7%). Námskeiðið er 120 kennslustundir, 40 í almenna hlutanum og 80 í sérgreina-hlutanum. ÍSÍ sér um almenna hlutann í sínu fjarnámi og þurfa þjálfarar að klára það nám til að teljast hafa lokið 2. stigi.
Nánar um 2. stig hér.
3. stig – Þjálfun meistaraflokks/afreksþjálfun
Námið kemur inn á alla þá þætti sem skipta máli í meistaraflokksþjálfun, ítarlega er farið í hvern þátt og lagt upp úr því að vera með hæfa fyrirlesara.
Uppbygging náms: Námið skiptist í almennan hluta (33,3%) og sérgreinahluta (66,7%). Námskeiðið er 120 kennslustundir, 40 í almenna hlutanum og 80 í sérgreinahlutanum. ÍSÍ sér um almenna hlutann í sínu fjarnámi og þurfa þjálfarar að klára það nám til að teljast hafa lokið 3. stigi.
Sérgreinahluti er sá hluti námsins sem HSÍ sér um, h
ægt er að finna nánari upplýsingar um almenna námið hér.
Þjálfarar eru metnir inná stig eftir menntun og reynslu.
Kostnaður:
1. stig – 40.000kr
2. stig – 60.000kr
3. stig – 80.000kr
Ganga verður frá námsskeiðsgjaldi áður en námsskeiðið hefst.
Athugið að þetta er kostnaður við allt námskeiðið, áður var rukkað fyrir helgarnámskeið.
Frekari upplýsingar og skráning hjá magnus@hsi.is