U-18 ára landslið karla lék í morgun annan leik sinn á Sparkassen Cup í Þýskalandi.
Liðið mætti Sviss og töpuðu strákarnir leiknum 27-22. Staðan í hálfleik var 13-8 fyrir Sviss. Lið Sviss lék mjög vel í leiknum og var töluvert líkamlega sterkara.
Mörk Íslands í leiknum gerðu: Egill Magnússon 5, Ómar Ingi Magnússon 4, Leonharð Harðarson 3, Arnar Freyr Arnarsson 2, Birkir Benediktsson 2, Aron Dagur Pálsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Dagur Arnarsson 1 og Hlynur Bjarnason 1.
Í markinu vörðu Einar Baldvin Baldvinsson 7 bolta og Grétar Ari Guðjónsson 3.
Síðar í dag mæta strákarnir Þjóðverjum.