Hálfgjört B-landslið Íslands í handknattleik beið lægri hlut fyrir Portúgal, 33:28 í vináttulandsleik þjóðanna að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Flestir fastamenn Íslands voru hvíldir í kvöld og fengu yngri og reynsluminni leikmenn tækifæri til að sanna sig.
Það er þó skemmst frá því að segja að engum leikmanni íslenska liðsins tókst að heilla áhorfendur upp úr skónum í kvöld.
Ísland og Portúgal mætast í þriðja og síðasta sinn annað kvöld, þá í Austurbergi í Breiðholti, en þá teflir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari fram sínu sterkasta liði.
Tekið af mbl.is.