Fyrirhugað er að HSÍ í samstarfi við aðildarfélögin standi fyrir Íslandsmóti í strandhandbolta næsta sumar.
Fyrsta skref er að stofna strandhandboltanefnd og auglýsum við nú eftir fólki til starfa í nefndinni. Helst er að leitað til fólks sem hefur bakgrunn í hreyfingunni og vill koma að frekari útbreiðslu handboltans.
Undanfarin ár hefur hefur eitt mót verið haldið á hverju ári á Ylströndinni í Nautólsvík og hefur HSÍ komið að því móti með því að gefa verðlaunagripi. En nú stendur til að bæta í starfið og halda 2-3 mót í sumar, bæði fyrir meistaraflokka og yngri flokka.
Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á Alfreð (alfred@hsi.is) og Magnús (magnus@hsi.is) á skrifstofu HSÍ.