Strandhandboltamótið verður haldið í 11 sinn um næstu helgi og hafa aldrei verið fleiri lið skráð til leiks. Um 200 keppendur taka þátt eða 20 lið og spilað er í sandinum á okkar frábæru strönd í Nauthólsvíkinni.
Í mótinu eru bæði karla og kvennalið og einnig nokkur sem eru blönduð en okkar besta handknattleiksfólk mætir til leiks ásamt gömlum kempum og öðrum sem gaman hafa að sprikkla í sandinum.
Í ár spilast mótið á föstudeginum 25. Júlí og laugardeginum 26.júlí en fyrsti leikur byrjar kl. 18 á föstudeginum og endar með úrslitaleikjum um kl. 17 á laugardeginum.
Mikil og góð stemmning hefur myndast í kringum mótið sem spilast undir dúndrandi strandtónlist og mörg af liðunum mæta í skrautlegum búningum sem kryddar einnig upplifunina.
Hér má finna leikjaplan mótsins.