Íslenska landsliðið í handknattleik karla, strákarnir okkar, unnu heims,- og Ólypíumeistara Dana, 31:30, í upphafsleik sínum á EM í Malmö í kvöld. Íslensku strákarnir léku hreint magnaðann leik báðum megin á vellinum frá upphafi til enda.
Staðan var jöfn í hálfleik, 15:15. Íslensku strákarnir tóku hinsvegar fljótlega völdin í síðari hálfleik og voru lengst af með yfirhöndina og unnu afar sanngjarnan og sætan sigur.
Óhætt
er að segja að um draumbyrjun á mótinu hafi verið að ræða fyrir okkar stráka en þeir mæta Rússum í næstu umferð á mánudaginn. Sú viðureign hefst einnig klukkan 17.15 að íslenskum tíma.
Mörk Íslands: Aron Pálmarsson 10, Alexander Petersson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Arnór Þór Gunnarsson 2, Bjarki Már Elísson 2, Ólafur Andrés Guðmundsson 1, Ýmir Örn Gíslason 1, Elvar Örn Jónsson 1, Janus Daði Smárason 1.
Björgvin Páll Gústavsson varði 5 skot í markinu og Viktor Gísli Hallgrímsson 2.
Rússar töpuðu fyrir Ungverjum í dag með eins marks mun, 26:25.