Skólamót HSÍ | Yfir 120 lið skráð til leiks

Hátt í 1.000 krakkar taka nú þátt í Skólamóti HSÍ sem haldið er í annað sinn. Riðlakeppni skólamótsins á höfuðborgarsvæðinu fer fram í dag og á morgun en úrslitakeppnin er haldin í lok október. Yfir 120 lið eru skráð til leiks frá flestum skólum á höfuðborgarsvæðinu.

Áætlað er að undankeppnir fari fram á landsbyggðinni á næstu vikum og sigurvegarnir mæti til leiks í úrslitakeppnina í október.