Ísland var rétt í þessu að tryggja sér sigur á Spánverjum í algerum háspennuleik.

Lokatölur 25-24 þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti frá Ómari Magnússyni þegar 49 sek voru til leiksloka. Spánverjar fengu lokasókn en fengu dæmt á sig sóknarbrot þegar 5 sek voru eftir.

Mikið jafnræði var með liðunum lenst af, eftir 10 mín leik var staðan 4-4.

Ísland leiddi þó með 3 mörkum eftir 20 mín, 8-5. Spánverjar minnkuðu hinsvegar muninn og í hálfleik munaði bara einu marki, 12-11.

Spánverjar byrjuðu seinni hálfleikinn sterkari og komust mest 3 mörkum yfir, eftir 40 mín var staðan 15-16.

Liðin skiptust síðan á forustu og var staðan 20-20 eftir 50 mín.

Lokakaflinn var æsispennandi þar sem Íslensku strákarnir tryggðu sér loks sigur 25-24.

Mörk Íslands skoruðu:

Ómar Magnússon – 8

Óðinn Ríkharðsson – 5

Hákon Styrmisson – 3

Egill Magnússon – 2

Birkir Benediktsson – 2

Sigtryggur Rúnarsson – 2

Kristján Kristjánsson – 1

Aron Pálsson – 1

Elvar Jónsson – 1

Marvarsla:

Grétar Guðjónsson 8/32 (25%)