Ísland mætti Noregi í 4. leik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramóts U-19.

Um hreinan úrslitaleik í riðlinum var að ræða. Lokatölur 32-29 fyrir Íslandi. Ísland er því komið á topp riðilsins og verður þar, hvernig sem seinasta umferðin fer.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrr hálfleik og munurinn aldrei meiri en 2 mörk.

Á 10 mín var staðan 6-6 og 11-11 eftir 20 mín.

Á lokakafla fyrri hálfleiks náðu Norðmenn mestu forystu hálfleiksins, 2 mörk, Íslendingar minnkuðu þó muninn og í hálfleik var staðan 16-17, Norðmönnum í vil.

Norska liðið mætti hinsvegar mun ákveðnara til leiks í seinnihálfleik og var staðan 18-22 eftir 40 mín, á þessum kafla varði norski markmaðurinn allt sem á markið kom. 

Norðmenn náðu svo mest 5 marka forystu á 44 mín.

Íslendingar breyttu þá um vörn sem skilaði sér svo um munaði, á 50 mín var staðan jöfn, 25-25.

Íslendingar voru svo sterkari á lokakaflanum og eftir að þeir komust yfir 28-27 á 55 mín létu þeir forustuna aldrei af heldi. Og þegar lokaflautið gall var Ísland komið með 3 marka forystu, 32-29.

Markahæstu menn:

Ómar Magnússon – 8

Óðinn Ríkharðsson – 5

Arnar Arnarsson – 5

Egill Magnússon – 5

Elvar Jónsson – 5

Birkir Benediktsson – 2

Sturla Magnússon – 1

Sigtryggur Rúnarsson – 1

Markvarsla:

Grétar Guðjónsson – 5/24 (21%)

Einar Baldvinsson – 3/13 (23%)

Næsti leikur Íslands er eftir 2 daga (14.8) kl 5:00 á móti Venesúela.

Venesúela situr á botni riðilsins eftir tap í öllum sínum leikjum.

Nánari upplýsingar um leikinn frá IHF:

http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/37OMR.pdf


http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/37MTR.pdf


http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/37PbP.pdf


http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/37FTR.pdf



Fylgist endilega með okkur á Twitter, Instagram og Vine

https://www.facebook.com/handknattleikssambandislands


https://twitter.com/hsi_iceland


https://instagram.com/hsi_iceland/


https://vine.co/u/1173677325766844416

U-19 Rússlandi

Mynd Stéphane Pillaud/IHF

U-19 Rússlandi

Mynd Stéphane Pillaud/IHF

U-19 Rússlandi

Mynd Stéphane Pillaud/IHF

U-19 Rússlandi

Mynd Stéphane Pillaud/IHF

U-19 Rússlandi

Mynd Stéphane Pillaud/IHF

U-19 Rússlandi

Mynd Stéphane Pillaud/IHF

U-19 Rússlandi

Mynd Stéphane Pillaud/IHF

U-19 Rússlandi

Mynd Stéphane Pillaud/IHF

U-19 Rússlandi

Mynd Stéphane Pillaud/IHF

U-19 Rússlandi

Mynd Stéphane Pillaud/IHF

U-19 Rússlandi

Mynd Stéphane Pillaud/IHF

U-19 Rússlandi

Mynd Stéphane Pillaud/IHF