Sigur á Suður Kóreu – Ísland komið í 8 liða úrslit

Ísland mætti Suður Kóreu í 16. liða úrslitum heimsmeistarakeppni U-19 í Rússlandi. Lokatölur 34-28 og Ísland komið í 8 liða úrslit. Íslenska liðið var með frumkvæðið nánast allan leikinn en náði þó ekki að slíta liðsmenn Suður Kóreu frá sér fyrr en vel var liðið á seinni hálfleikinn.

Leikurinn byrjaði með miklum látum og var staðan eftir 10 mín 9-6 fyrir Íslandi. Leikurinn róaðist aðeins eftir það og komst Kórea betur inn í leikinn, á 15 mín jöfnuðu þeir 10-10 en Ísland náði undirtökum aftur og á 20 mín var staðan 12-10 fyrir Íslandi. Í hálfleik var staðan 17-14.

Suður Kórea byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoruðu 3 fyrstu mörkin og jöfnuðu leikinn, þeir komust komust svo yfir í fyrsta skipti og eina skiptið í leiknum 19-20. Á 40 mín var staðan 23-22 fyrir Íslandi. Íslenska liðið náði þá hægt og rólega undirtökum í leiknum, náðu 4 marka forystu á 46 mín, 27-23, og leiddu með 2-4 marka mun fram á 58. mín. Ísland bætti svo í á lokamínútunum og sigraði 34-28.

Næsti leikur Íslands er í 8 liða úrslitum á morgun kl. 13:00. Mótherjar Íslands í leiknum verða annaðhvort Brazilía eða Rússland, en leikur þeirra hefst kl 13:30 í dag.

Markahæstu menn:

Ómar Magnússon – 10

Óðinn Ríkharðsson – 8

Egill Magnússon – 6

Hákon Styrmisson – 4

Sigtryggur Rúnarsson – 3

Arnar Arnarsson – 2

Elvar Jónsson – 1

Markvarsla:

Grétar Guðjónsson – 13/40 (33%)

Einar Baldvinsson – 0/1



Nánari upplýsingar um leikinn frá IHF:

http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/63OMR.pdf

http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/63MTR.pdf

http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/63PbP.pdf

http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/63FTR.pdf

Fylgist endilega með okkur á Facebook Twitter, Instagram og Vine

https://www.facebook.com/handknattleikssambandislands

https://twitter.com/hsi_iceland

https://instagram.com/hsi_iceland/

https://vine.co/u/1173677325766844416



Okkar helsti stuðningsmaður í stúkunni.

Myndir frá
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF




Mynd 
Stéphane Pillaud/IHF