Íslendingar mættu Spánverjum í leik um 3. sæti á heimsmeistaramóti U-19 í Rússlandi.
Lokatölur 26-22 og Ísland tekur því bronsverðlaunin á mótinu. Glæsilegur árangur.
Mikið jafnræði var á liðunum í upphafi leiks og munaði lengi vel ekki meira en 2 mörkum á liðunum. Ísland var þó skrefinu á undan. Eftir 10 mín leik var staðan 5-4. Í stöðunni 8-8 á 18 mínútu setti íslenska vörnin hinsvegar í lás og skoruðu Spánverjar ekki mark í 12 mínútur, ekki fyrr en þeir skoruðu seinasta mark hálfleiksins og minnkuðu muninn í 12-9. Ísland því með 3 marka forystu í hálfleik.
Jafnræði var með liðunum í upphafi síðari hálfleiks og var staðan 17-14 eftir 40 mín.
Ísland náði þá góðum kafla, leiddu með 5 mörkum eftir 50 mín 22-17 og náðu mest 8 marka forystu, 25-17 þegar 7 mínútur voru eftir. Íslenska liðið slakaði aðeins á undir lokin en liðið sigldi sigrinum engu að síður örugglega í höfn 26-22.
Markahæstu menn:
Ómar Magnússon – 8
Óðinn Ríkharðsson – 4
Hákon Styrmisson – 4
Egill Magnússon – 4
Arnar Arnarsson – 2
Sigtryggur Rúnarsson – 2
Aron Pálsson – 1
Birkir Benediktsson – 1
Markvarsla:
Grétar Guðjónsson – 13/32 (41%) þar af 3 vítaköst
Einar Baldvinsson – 1/4 (25%)
Nánari upplýsingar um leikinn frá IHF:
http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/91OMR.pdf
http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/91MTR.pdf
http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/91PbP.pdf
http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/91FTR.pdf
Fylgist endilega með okkur á Facebook Twitter, Instagram og Vine
https://www.facebook.com/handknattleikssambandislands
https://twitter.com/hsi_iceland
https://instagram.com/hsi_iceland/
https://vine.co/u/1173677325766844416
Myndir Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF
Mynd Stéphane Pillaud/IHF