U-19 ára lið karla spilaði æfingaleik við jafnaldra frá Qatar í dag, en Qatar er einnig að undirbúa sig fyrir HM í Rússlandi eins og íslensku strákarnir.
Leikurinn var jafn svo til á öllum tölum og staðan í hálfleik var 16-15 fyrir Qatar.
Í seinni hálfleik var sama uppá tengingnum, jafnt á öllu þar til 10 mín voru eftir, þá tóku okkar strákar góðan kipp,vörnin lokaðist og hraðaupphlaupin gáfu mörk. Komst íslenska liðið 5 mörkum yfir þegar 3 mín voru eftir. Qatar skoruðu síðustu 4 mörk leiksins og lokastað var 27-26 fyrir Ísland.
Þess má geta að íslenska liðið spilaði án Egils Magnússonar og Sigtryggs Rúnarssonar.
Mörk Íslands gerðu Ómar 11, Arnar Freyr 5, Elvar 4, Hákon 3, Óðinn 2 og svo Leonharð og Birkir sitt hvort markið. Grétar varði 8 skot og Einar Baldvin 7.