Ísland og Brasilía mættust í 8 liða úrslitum heimsmeistaramóts U-19 í Rússlandi. Lokatölur 32-27 fyrir Íslandi og er liðið því á leið í undanúrslit heimsmeistaramóts U-19. Þar mætir Ísland annaðhvort Norðmönnum eða Slóvenum en leikur þeirra hefst kl 15:30.
Undanúrslitaleikurinn verður spilaður á miðvikudaginn kl 10:30.
Ísland byrjaði leikinn af krafti og eftir að Brasilía komst yfir 0-1 tók Ísland forystuna. Ísland leiddi 6-3 eftir 10 mín. Eftir 20 mín var staðan orðin orðin 11-6. Í hálfleik var forysta Íslands 5 mörk, 15-10. Brssar spiluðu framliggjandi 3-2-1 vörn frá 1. mínútu og til að svara því notfærðu Íslendingar sér nýja reglu sem verið er að prófa á þessu móti, sem leyfir liðum að spila markmannslaus. Liðið spilaði því lungan úr fyrrihálfleik 7 á móti 6 í sókninni, sem neyddi Brasilíu í 6-0 vörn. Það reyndist liðinu mjög vel í fyrri hálfleik.
Í seinni hálfleik hélt Íslenska liðið uppteknum hætti, komust mest 8 mörkum yfir og leiddi 21-15 eftir 40 mín. Í stöðunni 23-17 fór hinsvegar allt í baklás hjá íslenska liðinu og lið Brasilíu jafnaði leikinn 23-23 á 52. mín. Þá bitu Íslendingar loks frá sér aftur, voru komnir 3 mörkum yfir á 55 mín og bættu svo enn frekar við á loka mínútunum. Sigur hjá okkar mönnum 32-27.
Markahæstu menn:
Óðinn Ríkharðsson – 7
Egill Magnússon – 7
Ómar Magnússon – 7
Arnar Arnarsson – 4
Hákon Styrmisson – 3
Birkir Benediktsson – 2
Aron Pálsson – 1
Ýmir Gíslason – 1
Markvarsla:
Grétar Guðjónsson – 10/37 (27%)
Nánari upplýsingar um leikinn frá IHF:
http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/77OMR.pdf
http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/77MTR.pdf
http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/77PbP.pdf
http://ihf.info/files/CompetitionData/159/pdf/77FTR.pdf
Fylgist endilega með okkur á Facebook Twitter, Instagram og Vine
https://www.facebook.com/handknattleikssambandislands
https://twitter.com/hsi_iceland
https://instagram.com/hsi_iceland/
https://vine.co/u/1173677325766844416
Mynd Stéphane Pillaud/IHF