Leikið var til B-úrslita í þremur flokkum um helgina; 4.flokki karla Y, 4.flokki kvenna E og 3.flokki karla. Selfyssingar stóðu uppi sem sigurvegarar í 4.flokki karla Y, FH í 4.flokki kvenna E og Þróttur í 3.flokki karla.
Selfyssingar hófu vegferð sína í 4.flokki karla Y með því að leggja Þrótt í 8-liða úrslitum 28-15 og höfðu svo betur gegn HK í undanúrslitum, 24-17. Í úrslitunum mættust Selfoss og Haukar, en Haukar höfðu á leið sinni í úrslitin lagt Val 38-21 og Aftureldingu 24-21. Selfyssingar unnu nokkuð sannfærandi sigur í úrslitaleiknum, 27-19.
FH og ÍR mættust í B-úrslitum 4.flokks kvenna E, en FH vann Þrótt í undanúrslitum 27-26 og ÍR lagði Aftureldingu 14-12. FH fagnaði sigri í úrslitaleiknum, 18-17.
Í B-úrslitum 3.flokks karla mættust Þróttur og Fram. Fram vann Víking 25-24 í 8-liða úrslitum og Fjölni 22-17 í undanúrslitum, en Þróttur hafði betur gegn FH í 8-liða úrslitum 31-21 og vann ÍR í undanúrslitum 34-29. Þróttur vann úrslitaleikinn gegn Fram með 33 mörkum gegn 24.