REGLUR UM UPPELDISGJALD
Aldur leikmanna
Við félagaskipti er unnt að fara fram á uppeldisgjald fyrir leikmenn á aldrinum 16-23 ára. Vegna félagaskipta sem fara fram milli 1. júlí 2023 og 30.júní 2024 er því einungis unnt að fara fram á uppeldisgjald fyrir leikmenn sem fæddir eru á tímabilinu milli 1. júlí 2000 til 30. júní 2007.
Hlutaðeigandi samböndAðeins má fara fram á uppeldisgjald vegna félagaskipta milli tveggja sambanda innan EHF.
Maður/konaSömu reglur gilda um félagaskipti karla og kvenna og sömu upphæðir eru fyrir bæði kyn.
Staða á samningiVið félagaskipti í Evrópu er aðeins unnt að fara fram á uppeldisgjald fyrir leikmann sem hefur lokið samningi áður en nýr tekur við. Þó verður nýi samningurinn að byrja innan 12 mánaða frá því þeim fyrra lauk.
Tengsl við landsliðLeikmaður er sagður landsliðsmaður hafi hann verið skráður að minnsta kosti einu sinni í opinberum leik milli tveggja landa í hvaða flokki sem er innan IHF- eða EHF-keppni milli landsliða. Frá og með þessu tímabili þá er hann talinn landsliðsmaður fyrir hvert tímabil þangað til leikmaðurinn er 24 ára.
Fjárhagslega hliðinEftirfarandi upphæðir eru hámarksupphæðir sem reglugerðin kveður á um. Tvíhliða samningur milli tveggja sambanda gæti falið í sér lægri upphæðir eða annars konar gjald sem lýtur að hverjum og einum.
Uppeldisgjaldið er 3.315 evrur fyrir hvert tímabil sem leikmaðurinn var samningsbundinn félagi frá 16 ára aldri til 23 ára aldurs. Þessa upphæð á félagið sem leikmaður fer til að greiða til félagsins sem leikmaðurinn lék með fyrir hvert leiktímabil sem leikmaðurinn var samningsbundinn (einnig fyrri félögum) á aldrinum 16 ára til 23 ára.
Landsliðsgjald er mest 1.360 evrur fyrir hvert tímabil frá 16 ára til 23 ára það er frá og með því tímabili þegar leikmaðurinn hóf að leika með landsliði. Þetta gjald á það félag að greiða sem leikmaðurinn fer til og til þess handknattleikssambands sem lætur leikmanninn af hendi.