Poweradebikarinn | Frábær dagur að baki hjá 6. flokki
Það var mikil eftirvænting í morgun þegar úrslitakeppni 6. flokks byrjaði að Ásvöllum. Foreldrar og fjölskyldur leikmanna fjölmenntu á völlinn til að styðja yngstu keppendur úrslitahelgar Powerade bikarsins þar sem krakkarnir fá að keppa í sömu umgjörð og meistaraflokkur. Leikmenn liðanna spiluðu frábæran handbolta í dag og ljóst er að framtíðin er björt í íþróttinni okkar.
Úrslit leikja má finna hér:
6. kv. yngri Stjarnan – Fram, 9-8.
6. ka. yngri Fylkir – Víkingur, 9 – 12
6. kv. eldri Valur – Grótta/KR, 8-5
6. ka. eldri ÍBV – ÍR, ÍBV, 11 – 8
HSÍ óskar sigurvegurum dagsins til hamingju með árangurinn.



