Powerade bikarinn | Spennandi viðureignir framundan

Dregið var í dag í 16-liða úrslit karla og kvenna í Powerade bikarnum. Drættinum var streymt á Youtube rás HSÍ.

Í pottinum í 16-liða úrslitum kvenna eru voru: ÍBV, Fram, Stjarnan, ÍR, Selfoss, Grótta, KA/Þór, HK, Afturelding, Fjölnir, Berserkir, Víkingur og FH.

Valur, sem Íslandsmeistarar og Haukar vegna þáttöku þeirra í Evrópukeppni EHF sitja að þessu sinni.  

Eftirfarandi viðureignir eru í 16-liða úrslitum Powerade bikar kvenna en leikdagar þessara leikja eru 4. eða 5. nóvember.
FH – Grótta
HK – ÍBV
KA/Þór – Stjarnan
Selfoss – Fram
Afturelding – ÍR
Víkingur – Fjölnir
 

Í 16-liða úrslit karla voru eftirfarandi lið í pottinum að þessu sinni ÍBV 2 – Þór, Víðir – Hörður, ÍH – Selfoss, Hvíti Riddarinn – Víkingur, Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, ÍR, KA, Stjarnan og Valur.

Viðureignir ÍBV 2 og Þór, Víðir og Harðar, ÍH  og Selfoss og Hvíta Riddarans og Víkings í 32-liða úrslitum fara fram 30. eða 31. október nk.  

Í 16-liða úrslitum Powerade bikar karla fara fram eftirfarandi viðureignir sem fara fram 16 og 17. nóvember.:
Hvíti Riddarinn/Víkingu – Fram
Haukar  – ÍBV
HK – Afturelding
Valur – Grótta
ÍBV2/Þór – ÍR
ÍH/Selfoss – FH
Víðir/Hörður – KA
Stjarnan – Fjölnir