Powerade bikarinn | Frábærir bikardagar framundan
Úrslitahelgi Poweradebikarsins hefst næsta miðvikudaginn 26. febrúar og stendur hún til sunnudagsins 2. mars. Það fá iðkendur í 6. flokki upp í meistaraflokk að keppa sín á milli í handbolta við bestu aðstæður.
Undanúrslit Poweradebikars karla fer fram á miðvikudaginn. Kl. 18:00 eigast við Stjarnan og ÍBV og kl. 20:15 mætast Fram og Afturelding. Undanúrslit Poweradebikars kvenna fara fram á fimmtudaginn. Kl. 18:00 eigast við Fram og Valur og kl. 20:15 mætast Grótta og Haukar. Allir leikirnir verða í beinum útsendingum á RÚV 2. Miðasala er hafin í Stubbur app.
Úrslitaleikir Poweradebikarsins fara fram laugardaginn 1. mars. Úrslitaleikur kvenna hefst 13:30 og úrslitaleikur karla kl. 16:00 og báðir leikirnir verða í beinum útsendingum á RÚV.