Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í handknattleik lögðu Makedóníu, 28:22, í síðasta leik sínum í undankeppni HM en liðin áttust við í Skopje.
Þar með fékk íslenska liðið fullt hús stiga en Ísland vann bæði Ítalíu og Makedóníu í tvígang. Íslenska liðið var fyrir leikinn í dag búið að tryggja sér sæti í umspili en dregið verður í það eftir Evrópumótið sem hófst í Króatíu og Ungverjalandi um helgina.
Karen Knútsdóttir sem hefur farið hamförum í leikjum íslenska liðsins í undankeppninni gat ekki spilað í dag vegna meiðsla en það kom ekki að sök. Íslendingar voru skrefinu á undan nær allan tímann og sigur þeirra var sanngjarn. Vörnin með Sunnu Jónsdóttur og Örnu Sif Pálsdóttur í broddi fylkingar sterk og Arna Sif var atkvæðamikil í sókninni sem og Ramune Pekerskyte.
Mörk Makedóníu: Zorica Despodovska 6/ 1, Elena Gjeorgjievska 4, Sara Ristovska 4, Robertina Mecevska 3, Marija Shteriova 1, Simona Stojanovska 1, Dushica Gjorgjievska 1, Jovana Sadovska 1, Dragica Mitrova 1.
Varin skot: Natasha Antijk 5, Ivana Zafirova 3.
Utan vallar: 6 mínútur
Mörk Íslands: Arna Sif Pálsdóttir 6, Ramune Pekarskyte 5, Brynja Magnúsdóttir 4/ 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1.
Varin skot: Florentina Grecu-Stanciu 12/ 1, Melkorka Mist Gunnarsdóttir 5.
*
Utan vallar: 4 mínútur
Tekið af mbl.is.