Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á FH í oddaleik í Kaplakrika fyrr í dag.

Það voru FH-ingar sem skrefinu á undan fyrstu 45 mínútur leiksins en eftir Valur jafnaði og komst yfir voru seinustu 15 mínúturnar þeirra sem skilaði þeim að lokum 7 marka sigri, 27-20.

  

Að leik loknum var Gísli Þorgeir Kristjánsson valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Olísdeildar karla, en þessi 17 ára piltur sýndi mögnuð tilþrif með FH liðinu í úrslitakeppninni.

Þetta er 22. Íslandsmeistaratitill Vals í meistaraflokki karla.

 

Valur er Íslandsmeistari í Olísdeild karla 2017. #handbolti #olisdeildin

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on