Olisdeildin | Valsstúlkum og FH-ingum spáð sigri
Kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna fór fram í dag á Grand hótel, fyrir fundinn kusu þjálfarar, leikmenn og formenn deildanna um árangur liðanna í deildunum í vetur.
KA/Þór er spáð sigri í Grill 66 deild kvenna en Aftureldingu er spáð 2. sætinu.
Í Grill 66 deild karla er Þór spáð sigri í deildinni en Herði frá Ísafirði er spáð 2. sæti í deildinni.
Valsstúlkum er spáð sigri í Olís deild kvenna á meðan Haukastúlkum er spáð 2. sæti, nýliðum Gróttu er spáð falli.
FH er spáð sigri í Olís deild karla en samkvæmt spánni mun Haukar fylgja þeim fast á eftir. Nýliðum Fjölnis og ÍR er spáð falli.
Allir leikir Olís og Grill66 deildana í vetur verða í beinum útsendingum á Handboltapassanum og Olísdeild karla með einn leik á fimmtudögum í opinni dagskrá Sjónvarpi Símans og Olísdeild kvenna með einn leik í opinni dagskrá á laugardögum.
Fyrsti leikur Olísdeildar karla er á morgun þegar Valur og ÍBV mætast í N1 höllinni kl. 18:30 og í Olísdeild kvenna á fimmtudaginn þegar Haukar mæta nýliðum Selfoss að Ásvöllum kl. 18:00. Grill 66 deildirnar hefjast svo um miðjan september.