Karlalið ÍR og kvennalið Selfoss tryggðu sér í gærkvöldi sigur í umspili um laust sæti í Olísdeildunum á næsta ári.
ÍR mætti KR í Austurbergi og hafði sigur 31-22 (14-7). Daníel Ingi Guðmundsson átti stórleik hjá ÍR og skoraði 15 mörk en þeir Sigurbjörn Markússon og Arnar Jón Agnarsson voru markahæstir hjá KR með 6 mörk hvor. ÍRingar unnu alla þrjá leikin gegn KR og spila því í Olísdeild karla á næsta ári.
Á Selfossi mættu heimastúlkur KA/Þór og höfðu sigur 38-21 (21-12). Perla Ruth Albertsdóttir var markahæsti í liði Selfoss með 11 mörk en hjá KA/Þór var Ásdís Guðmundsdóttir atkvæðamest með 5 mörk. Selfoss vann einvígið 3-0 og heldur því sæti sínu í Olísdeild kvenna á næsta ári.
Við óskum ÍR og Selfoss til hamingju.