Framstúlkur tryggðu sér í kvöld tveggja marka sigur á ÍBV í hörkuleik í Safamýrinni.
Heimamenn höfðu undirtökin framan af með gríðarlega sterkri vörn sem Eyjastúlkur reyndu að brjóta á bak aftur með því að spila með sjö leikmenn í sókninni. Þrátt fyrir það komust Framarar mest í fimm marka forystu og höfðu yfir í leikhlé 15-12.
Jafnt og þétt komust Eyjastúlkur aftur inn í leikinn og náðu, með mikilli seiglu, að jafna metin 22-22 áður en Framarar náðu að vakna aftur til lífsins og tryggja sér sigur í frábærum leik 27-25.
Gríðarleg spenna er í einvígi þessara liða og ljóst er að allt verður undir í Eyjum á miðvikudag kl. 18.00.
Tímasetningar leikja í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna má sjá hér.
Allir á völlinn og styðjum okkar lið.