Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Safarmýrinni í kvöld þegar þær höfðu betur 26-22 í fjórða leik liðanna og endaði því einvígið 3-1 fyrir Framkonur sem eru Íslandsmeistarar annað árið í röð.
Leikurinn var stórkostleg skemmtun eins og einvígið hefur verið frá fyrstu mínútu á milli þessara frábæru liða. Valskonur byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og komst í 3-0 áður en Safamýrarliðið setti sitt fyrsta mark. Eftir 10 mínútna leik jafnaði Fram 3-3 og eftir það skiptust liðin á að skora og var allt í járnum þar til flautað var til hálfleiks í stöðunni 14-13 fyrir heimaliðið. Í seinni hálfleik náðu Valskonur aftur frumkvæðinu eða allt þar til 12 mínútur lifðu af leiknum en þá komst Fram aftur yfir 21-20 og litu ekki um öxl. Lokatölur 26-22 og Framkonur fögnuðu vel og innilega enda frábær árangur að baki, tvöfaldir meistarar staðreynd.
Við óskum Fram hjartanlega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.
Ljósmynd: Vísir/Vilhelm