Það eru hörkuleikir framundan í Olísdeild karla í kvöld en 21. umferðin fer öll fram á sama tíma í kvöld eða kl. 19.30.

Leikur umferðarinnar er án efa toppslagur í Hafnarfirði þar sem tvö efstu lið deildarinnar mætast, FH – Selfoss.

Þar geta FH-ingar tryggt sér deildarmeistaratitilinn, en til þess að svo fari þurfa þeir að vinna Selfyssinga og treysta á að Stjarnan taki tvö stig í Eyjum.

Einnig er gríðarleg spenna á botni deildarinnar þar sem Fjölnir og Grótta eru að berjast við falldrauginn.

Sem fyrr segir hefjast allir leikirnir kl. 19.30.

 

FH – Selfoss

ÍBV – Stjarnan

Fjölnir – Haukar

Víkingur – Grótta

ÍR – Fram

Valur – Afturelding

 

Allir á völlinn!