Enn einn dramatíski leikurinn hjá FH og Selfoss leit dagsins ljós á laugardag. Rimmur þessara liða hafa verið hreint út stórkostlegar í allan vetur.
Selfyssingar voru með undirtökin nær allan leikinn og virtust ætla að tryggja sér sæti í úrslitum með frábærum útivallarsigri. En Hafnfirðringar, sem voru tveimur mörkum undir þegar um ein og hálf mínúta lifðu leiks, neituðu að gefast upp. Með viljann að vopni náðu heimamenn að knýja fram framlengingu og voru á endanum sterkari aðilinn í henni og lönduðu sigri, 41-38, í hreint mögnuðum leik.
Það þarf því oddaleik á Selfossi til að skera úr um hvort liðið mætir ÍBV í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
ODDALEIKUR: Selfoss – FH, miðvikudag kl. 20.00.
Allir á völlinn og styðjum okkar lið.