Orrustan um Íslandsmeistarartitilinn heldur áfram og er staðan orðin 1-1 eftir að FH jafnaði metin í einvíginu á heimavelli. Heimamenn höfðu frumkvæðið nær allan leikinn ef frá er talið áhlaup Eyjamanna um miðbik fyrri hálfleiks eftir að FH hafði byrjað leikinn af miklum krafti. 

Staðan í hálfleik var 15-13 FH í vil og í seinni hálfleik hertu heimamenn tökin og lönduðu gríðarlega mikilvægum sigri, 28-25, í leik sem einkenndist af mikilli baráttu beggja liða sem og frábærum stuðning af pöllunum. Það er því ljóst að einvígið er í járnum og ekkert annað en veisla framundan.

Leikur 3 fer fram í Vestmannaeyjum á morgun, fimmtudag.

ÍBV – FH fimmtudag kl. 18.30,
í beinni á Stöð 2 Sport þar sem Seinni bylgjan fer yfir allt það helsta fyrir og eftir leik.

 

Allir á völlinn og styðjum okkar lið!